Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444666382.28

    Sálfræði og markmið
    ÍÞRF2SM05
    17
    íþróttafræði
    Sálfræði og markmið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur bæti árangur sinn sem íþróttafólk, þjálfarar og í hinu daglega lífi með því að nýta hugræna eiginleika við æfingar og í keppni. Í áfanganum er farið yfir helstu viðfangsefni íþróttasálfræðinnar og fjallað um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks s.s. hugræna þætti og hugsun, sjálfsmynd, áhugahvöt, streitu, kvíða og einbeitingu. Einnig verður farið yfir slökun og slökunaraðferðir. Fjallað verður um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og hvað einkennir afreksfólk. Markmiðssetning er kennd og fjallað um kosti þess að setja sér markmið og leiðir að markmiðum sínum. Farið er yfir skipulagningu þjálfunar og áætlunargerð. Einnig er fjallað um áhrif mannlegra samskipta í þjálfun einstaklinga og hópa. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni. Nemendur eru hvattir til að taka þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir á sjálfskoðun, greiningu á umhverfi sínu og umræðum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim hugrænu þáttum sem hafa áhrif á frammistöðu íþróttafólks
    • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar íþróttafólks
    • mikilvægi jákvæðrar hvatningar í íþróttum
    • áhrifum streitu og kvíða á frammistöðu íþróttafólks
    • mikilvægi þekkingar íþróttaþjálfara á undirstöðuatriðum íþróttasálfræði
    • mikilvægi markmiðsetningar á íþróttaárangur og í hinu daglega lífi
    • heilsulæsi
    • gerð æfingaáætlunar
    • slökun og slökunaraðferðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna markvisst með sjálfstraust íþróttafólks
    • koma auga á og minnka streitu og kvíða meðal íþróttafólks
    • nýta sér hugræna þjálfun
    • nýta sér slökunaraðferðir til að ná stjórn á spennustigi í íþróttum og í hinu daglega lífi
    • nýta sér heilsulæsi til þess að lifa heilbrigðum lífstíl
    • búa til æfingaáæltanir til lengri og skemmri tíma með hliðsjón af heilsulæsi
    • setja sér skammtíma- og langtímamarkmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bæta sig í sinni íþrótt
    • nota skynmyndir í íþróttaþjálfun og keppni
    • geta náð betri árangri sem íþróttaþjálfari
    • setja sér árangurrík markmið
    • ýta undir innri áhughvöt hjá sjálfum sér og öðrum
    • nýta andlegan undirbúning fyrir keppni sem best
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.