Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444666819.83

    Næring og þjálfun
    ÍÞRF2NÞ05
    16
    íþróttafræði
    Næring og þjálfun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og íþróttaiðkunar. Farið er í helstu þjálfunaraðferðir s.s. þol, styrk og liðleika og hvaða þjálfunaraðferðir henta hverjum og einum. Fjallað er um næringarþörf mannsins, næringargildi og samsetningu helstu matvara. Farið verður í uppbyggingu og samsetningu próteins, fitu og kolvetna. Fjallað um vatn, vítamín og steinefni og gerð grein fyrir gildi þessara efna í fæðunni. Matseðlar metnir og samdir og reiknað næringargildi út frá töflum. Fjallað er um áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi. Efnisatriði: Næringarfræði, næringartafla, orkuneysla, orkuþörf, orkuefni, prótein, fita, kolvetni, vatn, steinefni, snefilefni, vítamín, næringargildi, fæðutegundir, könnun á neysluvenjum, næringarþörf mismunandi aldurshópa, máltíðir, dagsþörf, fæðudagbók, næring fyrir, á og eftir æfingar. Nemendur læri um forvarnir, hreyfingu, hreinlæti, og fleiri þætti sem tengast heilsu og umhverfi. Heilsulæsi nemenda skiptir miklu máli þannig að þau geti fundið sér upplýsingar og lesið úr þeim til að koma í veg fyrir heilbrigðisvandamál í framtíðinni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum í næringarfræði
    • samspili næringar, heilsu og íþróttaárangurs
    • helstu orkuefnum fæðunnar
    • hlutverki fæðubótarefna sem hluta af fæðuinntöku
    • hollustu fæðutegunda
    • undirstöðuþekkingu í heilsurækt
    • hvernig líkaminn vinnur við álag og í hvíld
    • helstu þjálfunaraðferðum
    • hvaða áhrif þol-, styrktar – og liðleikaþjálfun hefur á líkamann
    • forvarnargildi heilsuræktar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna eigin orkubrennslu út frá viðurkenndum töflum
    • reikna eigin orkuþörf yfir ákveðinn tíma
    • setja saman vel samsetta máltíð útfrá næringarmarkmiðum
    • skipuleggja sína íþróttaiðkun og heilsurækt þannig að álagið sé rétt
    • beita heilsulæsi
    • velja þá hluti sem hafa góð áhrif á heilsuna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta eigin neysluvenjur
    • meta samspil orkuþarfar og orkuneyslu í líkamanum
    • meta þörf fyrir neyslu fæðubótarefna
    • tengja saman hreyfingu, næringu og forvarnir
    • finna út hvaða æfingar henta hverju sinni
    • metið ástand sitt t.d. út frá þol, styrk og liðleika
    • horfa með gagnrýnum augum á markaðssetningu matvæla og fæðurbótaefna
    • finna hvaða lífsstíll henti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.