Farið verður í hornaföll rétthyrndra þríhyrninga, hornafallareglur og hornafallajöfnur, einingahringurinn og tengsl hans við hornaföll, cosinus og sinusferlar skoðaðir, vigrar og vigurreikningar og jafna hrings. Lögð er áhersla á öguð vinnubrögð og nemendur hvattir til að vinna saman að lausn verkefna
STÆR2AF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
samlagningu vigra, blönduðu margfeldi og innfeldi
tengslum innfeldis við horn milli vigra
tengslum hnita og vigurs
notkun hornafalla við könnun á rétthyrndum þríhyrningum
sínus- og kósínusreglu fyrir þríhyrninga og flatarmálsreikningar með ákveðum
hvernig hornaföll tengjast einingahringnum
reglum um tengsl hornafalla, summu-, þáttunar- og liðunarformúlur hornafalla ásamt formúlum um tvöföldun og helmingun horns
lotubundnum föllum í gröfum hornafalla, sinusbylgju og cosinusbylgju
muninum á gráðum og radiönum
jöfnu hrings
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita vigurreikningi og hornaföllum í rúmfræði
teikna vigra og sýna niðurstöður út frá því
beita einingarhringnum með ýmsu móti í hornafallafræði
beita umritunarformúlum hornafalla
leysa helstu tegundir hornafallajafna
teikna sinus – og cosinusbylgjur út frá gefnum upplýsingum
breyta gráðum yfir í radiana og nota nákvæm gildi radiana
beita jöfnu hrings til að finna radius hans og miðpunkt
leiða út stærðfræðilegar sannanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt í máli og riti
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefni og vinna með þau
beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
geta fylgt og skilið röksemdafærslur í mæltu máli og riti
takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.