Áfanginn er framhaldsáfangi fyrir raunvísindabraut. Flekakenningin rifjuð upp. Fjallað er um innræn öfl, eldgos og jarðskjálfta. Uppruni og jarðsaga Íslands tekin fyrir. Farið í helstu bergmyndanir, flokkun storkubergs og greiningu steinda. Áhersla er lögð á innræn öfl og mótun landslags af þeirra völdum.
JARÐ2ÚÖ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
opnun Norður-Atlantshafs og myndun Íslands
rekbeltaflutningum á Íslandi og ástæðum þeirra
tengsl flekakenningarinnar við eldvirkni og jarðskjálfta
eldvirkni á jörðinni og Íslandi
helstu gerðum eldfjalla og eldgosa
þeim þáttum sem hafa áhrif á hegðun eldgosa
helstu storkubergsmyndunum
mismunandi gerðum kviku og gosefna
flokkun og greiningu steinda og storkubergs
helstu steindum í íslensku bergi, bæði frumsteindum og holufyllingum
mismunandi gerðum jarðskjálftabylgja og mælikvarða á stærð skjálfta
helstu þáttum í jarðsögu Íslands
jarðsögutöflu jarðarinnar í grófum dráttum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina berg og steindir
fjalla um myndun bergs og mismunandi gerða kviku
greina ummerki innrænna afla við landmótun
staðsetja náttúrufyrirbæri á Íslandi og tengja náttúrufarslega þætti við staðsetninguna
lesa úr jarðfræðikortum
staðsetja flekamörk, gosbelti, þverbrotabelti og möttulstrók landsins
finna skjálftamiðju jarðskjálfta út frá skjálftalínuritum
raða jarðlögum í aldursröð eftir afstæðum aldri
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa jarðfræðitexta og skilið fréttir af jarðfræðilegum fyrirbrigðum
tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi í daglegu lífi
greina bergtegundir í náttúrunni
nýta jarðfræðikort og önnur gögn til að segja til um myndun bergs og lands
skilja mikilvægi þess að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu
nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.