Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444731560.65

    Innræn öfl
    JARÐ2IÖ05
    43
    jarðfræði
    innræn öfl, jarðfræði íslands
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er framhaldsáfangi fyrir raunvísindabraut. Flekakenningin rifjuð upp. Fjallað er um innræn öfl, eldgos og jarðskjálfta. Uppruni og jarðsaga Íslands tekin fyrir. Farið í helstu bergmyndanir, flokkun storkubergs og greiningu steinda. Áhersla er lögð á innræn öfl og mótun landslags af þeirra völdum.
    JARÐ2ÚÖ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • opnun Norður-Atlantshafs og myndun Íslands
    • rekbeltaflutningum á Íslandi og ástæðum þeirra
    • tengsl flekakenningarinnar við eldvirkni og jarðskjálfta
    • eldvirkni á jörðinni og Íslandi
    • helstu gerðum eldfjalla og eldgosa
    • þeim þáttum sem hafa áhrif á hegðun eldgosa
    • helstu storkubergsmyndunum
    • mismunandi gerðum kviku og gosefna
    • flokkun og greiningu steinda og storkubergs
    • helstu steindum í íslensku bergi, bæði frumsteindum og holufyllingum
    • mismunandi gerðum jarðskjálftabylgja og mælikvarða á stærð skjálfta
    • helstu þáttum í jarðsögu Íslands
    • jarðsögutöflu jarðarinnar í grófum dráttum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina berg og steindir
    • fjalla um myndun bergs og mismunandi gerða kviku
    • greina ummerki innrænna afla við landmótun
    • staðsetja náttúrufyrirbæri á Íslandi og tengja náttúrufarslega þætti við staðsetninguna
    • lesa úr jarðfræðikortum
    • staðsetja flekamörk, gosbelti, þverbrotabelti og möttulstrók landsins
    • finna skjálftamiðju jarðskjálfta út frá skjálftalínuritum
    • raða jarðlögum í aldursröð eftir afstæðum aldri
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa jarðfræðitexta og skilið fréttir af jarðfræðilegum fyrirbrigðum
    • tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi í daglegu lífi
    • greina bergtegundir í náttúrunni
    • nýta jarðfræðikort og önnur gögn til að segja til um myndun bergs og lands
    • skilja mikilvægi þess að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu
    • nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.