Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444750876.25

    Íslenska - talað mál 1
    ÍSTA1AG05
    None
    talað mál, Íslenska
    Grunnáfangi
    í vinnslu
    1
    5
    Taláfangi í íslensku fyrir nemendur með erlendan bakgrunn sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu. Nemendur vinna með viðfangsefni er varða áhugamál, útlit, fatnað, tilfinningar, mat, hátíðisdaga, veður og störf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslenskum orðum er tjá líðan og þarfir
    • íslenskum hljóðum og hljóðasamböndum
    • algengum fyrirmælum og spurningum í kennslustofu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina milli algengra hljóða og hljóðasambanda
    • svara algengum fyrirmælum og spurningum í kennslustofu
    • hefja og ljúka samtölum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • segja frá sjálfum sér
    • halda uppi einföldum samræðum
    • tjá líðan sína og þarfir á íslensku
    Verkefni og munnleg próf.