Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444757211.7

    Heimildarýni og aðferðafræði
    VÍSV1HA05
    1
    Vísindaleg vinnubrögð
    Heimildarýni og aðferðarfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er undirbúningsáfangi fyrir nám á félagsvísindabraut. Farið er í: hvað aðgreinir félagsvísindin frá öðrum vísindum, skilgreingingar á hugtökum, aðferðafræði rannsókna, mat á niðurstöðum og nokkur helstu hugtök. Lögð er áhersla á að nemar geti lesið út úr myndum og línuritum. Gagnrýnin hugsun er þjálfuð. Notkun heimilda og framsetning heimildaskrár. Ritrýni og heimildaleit. Uppbygging ritgerða.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu fræðilegu vinnubrögðum og tilgangi þeirra
    • nokkrum helstu einkennum APA heimildakerfisins
    • helstu hugtökum og aðferðum aðferðafræðinnar
    • hvað eru vísindi og hvað aðgreinir félagsvísindi frá öðrum vísindagreinum
    • mikilvægi siðareglna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýnni hugsun við hagnýtingu fræðilegs efnis
    • miðla fræðilegu efni á skilmerkilegan hátt
    • greina upplýsingar úr myndrænum gögnum s.s. súluritum
    • skilja og nota hugtök greinanna
    • nota hugtök aðferðarfræðinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér fræðilegra heimilda og geta lagt traust mat á þær
    • tefla saman ólíkum heimildum og sett þær fram á skilmerkilegan hátt
    • rökræða og miðla eigin niðurstöðum á skýran hátt
    • hagnýta þekkingu aðferðarfræðinnar í verkefnum
    • meta siðferðileg álitamál í þessum greinum
    • leggja gagnrýnið mat á skilgreiningu hugtaka
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.