Haldið er áfram að vinna með þá þætti sem skipta máli varðandi jafningjastjórnun og samábyrgð, uppbyggingu félagslífs, stjórnun fjármála, verkefnastjórnun, jafnrétti, kynhlutverk, lýðræðisleg og sjálfstæð vinnubrögð, HEF og aðra áhersluþætti í skólastarfinu. Við lausn allra verkefna áfangans er krafist gagnrýninnar hugsunar. Nemendur vinna verkefni þar sem styrkleikar hvers og eins njóta sín og verður þannig hlutverk nemenda mismunandi.
LEIÐ1JS05 (10 einingar)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi
þeim þáttum sem tengist því að vera ábyrgur þátttakandi í atvinnulífinu
vinnulagi sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara nám
fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í daglegu lífi
hvað fellst í því að vera ábyrgur þátttakandi í atvinnulífinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig á skýran og skapandi hátt
skipuleggja einfalt vinnuferli og beita viðeigandi tækni í því sambandi
vinna sjálfstætt að verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjáð skoðanir sínar og skýra verklag tengt skilgreindu starfsumhverfi á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt
vera ábyrgður gagnvart starfi og starfsumhverfi
gera sér grein fyrir nýjum tækifærum í umhverfinu
vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og innan samfélags sérþekkingar
tengja þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi og daglegt líf
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.