Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444759124.3

    Hagnýt siðfræði
    HEIM3KS05
    14
    heimspeki
    Kenningar siðfræðinnar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru nokkrar af helstu kenningar siðfræðinnar kynntar og nemendur þjálfaðir að beita þeim á hagnýtan máta. Áfanginn er verkefnamiðaður og málefni líðandi stundar nýtt til kennslu og náms.
    HEIM2UÓ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nokkrum af helstu kenningum siðfræðinnar
    • siðfræðilegri aðferðafræði
    • hvernig ólíkir menningarheimar eiga sér siðferðilegar hefðir og reglur sem kunna að vera ólíkar öðrum
    • hvernig tungumálið mótar hugsun og siðferði og getur mótað hugsun og siðferði annarra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla fræðilegu efni í texta, máli og mynd
    • leita heimilda um fjölbreytilega menningarheima
    • afla upplýsinga og setja í fræðilegt samhengi
    • setja sig í spor annarra og átta sig á ólíkum sjónarhornum siðferðisins
    • beita rökum og gagnrýninni hugsun á siðferðilega málefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman menningarheima og siðferðilega kenningar
    • rýna í texta og myndir á gagnrýninn hátt
    • vinna í samstarfi með ólíkar heimildir og komist að sameiginlegri niðurstöðu
    • beita vinnubrögðum siðfræðinnar til þess að vinna úr heimildum og setja fram á skilmerkilegan hátt í máli og myndum
    • beita siðferðilegum kenningum á málefni líðandi stundar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.