Í þessum áfanga er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur, fjallað er um landnýtingu á Íslandi og á heimsvísu, breytingar á notkun lands og afleiðingar þess. Skilgreint er hvað felst í skipulagi lands og á hvaða stoðum slíkt skipulag hvílir. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs, nýtingu auðlinda og tengslum þessara þátta. Kynnt eru grunnhugtök í lýðfræði, vandamál er tengjast fólksfjölgun og breytingum á búsetumynstri og orsakir og afleiðingar fólksflutninga. Nemendur kynna sér vatn sem auðlind, áhrif vatnsskorts og nýtingamöguleika vatns. Megináhersla er á að nemendur vinni nokkur sérhæfð en fjölbreytt verkefni sem krefjist upplýsingaöflunar með margskonar miðlum og úr fjölbreyttum heimildum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
merkingu hugtaka eins og landnýting, skipulag, auðlind og sjálfbær þróun
samspili nýtingar mannsins á auðlindum og þróun umhverfis
helstu gerðum og hlutverki skipulags, svo sem aðal-, svæða- og deiliskipulags
hvernig nýtingamöguleikar vatns eru í heiminum
mikilvægum lýðfræðilegum hugtökum, t.d. aldursskiptingu, fæðingar- og dánartíðni, barnadauða, meðalævi, lífslíkur, offjölgun og búsetumynstur
kenningum um mannfjöldabreytingu, þróun mannfjöldapýramída
tímamismun milli landa og átti sig á mismunandi árstíðum í heiminum
hvernig land er nýtt á Íslandi og hvernig þróun atvinnulífs hefur haft áhrif á búsetumynstur
sögu þéttbýlismyndunar og þróunar til dagsins í dag, bæði erlendis sem og hérlendis
þekkja þá þætti samskipta og skipulags sem nauðsynleg eru í menningarsamfélagi nútímans
hvernig land er nýtt á Íslandi og hvernig þróun atvinnulífs hefur haft áhrif á búsetumynstur á Íslandi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota algengustu hugtök landfræðinnar
reikna út tímamismun milli landa og staðsetningu í bauganeti jarðar
skilja þarfir mismunandi menningarheima og lífsgæði
lesa almennar upplýsingar úr landakortum hvað varðar vegalengdir, hæðarlínur og staðsetningu ýmissa þátta svo sem stærð þorpa og bæja, vegakerfi og samgöngur.
nýta algengar leitarvélar til að ná fram landfræðilegum upplýsingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
yfirfæra fræðin á umhverfi sitt
átta sig á staðsetningu landa, heimsálfa og landamæra í hagnýtum skilningi
skilja hversu mikilvægt er að takmarka eða vinna úr auðlindum heimsins
vinna með og skilja mikilvægi skipulags til sjávar og sveita
skilja þarfir Íslendinga til að afla sér lífsviðurværis og að viðhalda auðlindum okkar lands til að búseta á Íslandi haldi sínum gæðum
skilja þarfir mismunandi menningarheima og lífsgæði
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.