Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444767296.7

    Hreyfing og kraftar
    EÐLI2HK05
    49
    eðlisfræði
    hreyfing, kraftar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hreyfing hluta í tvívíðu rúmi og kraftar sem stjórna henni. Orkuvarðveisla og skriðþungi, þrýstingur, uppdrif og ljósgeislafræði.
    STÆR2AF05 og EFNA2AM05 (má vera samhliða)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunneiningakerfi, forskeyti, afleiddar einingar, mælistærðir, vigurstærðir
    • samband staðsetningar, hraða, hröðunar og tíma
    • kraftlögmál, sundurliðun krafta eftir skáfleti og krafthalla
    • orkulögmálin, vinna og afl, skriðorka, stöðuorka, varmamyndun, atlag í árekstrum
    • lögmál Arkimedesar, þrýstingur í vökvum, linsur og ljósbrot
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja línurit sem tengja staðsetningu, hraða og hröðun við tíma, finna merkingu hallatölu og flatarmáls
    • nota vigra til að sundurliða krafta, nota hornaföllin á hagnýtan hátt við kraftaútreikning
    • reikna vinnu, afl og nýtni, beita orkuvarðveislu við lausn á myndbreytingu orkunnar
    • nota samband atlags og skriðþunga ásamt varðveislulögmálum til að reikna hreyfingu eftir árekstur
    • reikna uppdrif og burðargetu, teikna leið geisla gegn um misþétt efni og linsur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
    • framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á námsframvindu sinni
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.