Helstu atriði nútíma stjarnvísinda: sólkerfið, myndun þess og þróun; Sólin og aðrar sólstjörnur, myndun þeirra, þróun og lokastig (hvítir dvergar, nifteindastjörnur og svarthol); vetrarbrautir og kortlagning alheimsins, heimsfræði, upphaf alheims og þróun til vorra daga, örbylgjukliðurinn og myndun frumefnanna, hulduefni, hulduorka og endalok alheims. Fjölheimar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
plánetum sólkerfisins og staðhætti á þeim, sem og helstu tungl og smástirni
himinhvelfingunni, stjörnumerkjum, hreyfingum pláneta, Tungls og Sólar og myrkvum á Tungli og Sól
innri gerð og virkni á yfirborði Sólar, orkuuppsprettu sólar og kjarnasamruna, CNO og helínsamruna
HR-línuritinu, geti teiknað meginröð og svæði hvítra dverga og rauðra risa
fjarlægðastiga og aðferðir til að ákvarða fjarlægðir til himinfyrirbæra, kortlagning alheimsins
frumforsendu heimsfræðinnar og hina viðteknu heimsmynd nútíma stjarnvísinda Miklahvell
örbylgjukliðinum, myndunar léttu frumefnanna í Miklahvelli og lögmáls Hubbles
hvers vegna gert er ráð fyrir að hulduefni og hulduorka séu helstu efniviðir alheimsins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sjá fyrir sér snúning plánetanna og fylgitungla í þrívídd og skilja kvartilaskipti Tungls og Venusar
skilja þróunarsögu Sólarinnar og setja í samhengi við þróun annarra sólstjarna og ævilok þeirra