Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444829815.73

    Gasjafnan, eiginleikar vökva, hraðafræði og efnajafnvægi
    EFNA3GH05
    48
    efnafræði
    Gasjafna, efnajafnvægi og eiginleikar vökva, hraðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þessi áfangi fjallar um gasjöfnuna, eiginleika vökva, hraða efnahvarfa og efnajafnvægi. Einnig er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í verklegri kennslu.
    EFNA2VV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu eiginleikum gastegunda, vökva og fastra efna
    • lögmáli Boyles, Charles og Avogadros og hvernig þau lögmál mynda kjörgasjöfnuna
    • millisameindakröftum
    • helstu styrkeiningum lausna
    • hraða efnahvarfa og hvernig hann er háður hitastigi, styrk efna og tilvist hvata
    • reglu Le Chatelier um efnajafnvægi og hliðrun á jafnvægisstöðu
    • hugtökunum rokgirni, gufuþrýstingur, krítískur hiti
    • umhverfum efnahvörfum
    • einkennum mettaðra, ómettaðra og yfirmettaðra lausna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með kjörgasjöfnuna
    • útskýra helstu millisameindakrafta
    • reikna orkubreytingar í efnahvörfum
    • setja upp hraðalögmál og reiknað dæmi út frá því
    • setja upp jafnvægislíkingu og reiknað dæmi tengd henni
    • setja upp varmakúrfur og útskýrt þær
    • teikna upp fasagröf og útskýra þau
    • greina á milli út- og innverminna ferla
    • reikna styrk lausna í ýmsum einingum
    • greina á milli 1° og 2° hvarfa út frá niðurstöðum mælinga
    • framkvæma verklegar æfingar á sjálfstæðan átt og skrifa góða einstaklingsskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • standa undir auknum kröfum um sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð á eigin námsframvindu
    • nýta sér flókinn texta og gögn á markvissan hátt
    • tengja saman efnisþætti efnafræðinnar við lausn flókinna verkefna
    • tengja efnafræðina við daglegt líf, umhverfi og aðrar náttúrufræðigreinar og sjá notagildi hennar
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.