Gasjafnan, eiginleikar vökva, hraðafræði og efnajafnvægi
EFNA3GH05
48
efnafræði
Gasjafna, efnajafnvægi og eiginleikar vökva, hraðafræði
Samþykkt af skóla
3
5
Þessi áfangi fjallar um gasjöfnuna, eiginleika vökva, hraða efnahvarfa og efnajafnvægi. Einnig er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð í verklegri kennslu.
EFNA2VV05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu eiginleikum gastegunda, vökva og fastra efna
lögmáli Boyles, Charles og Avogadros og hvernig þau lögmál mynda kjörgasjöfnuna
millisameindakröftum
helstu styrkeiningum lausna
hraða efnahvarfa og hvernig hann er háður hitastigi, styrk efna og tilvist hvata
reglu Le Chatelier um efnajafnvægi og hliðrun á jafnvægisstöðu