Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444841733.78

    Daglegar athafnir
    ÞÝSK1DA05
    87
    þýska
    daglegar athafnir, stig a1 - a2 í evrópska tungumálarammanum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Helstu atriði ÞÝSK1EL05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skiflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum, áhugamálum og ferðalögum. Þá eru nemendur einnig þjálfaðir í að segja frá liðnum atburðum. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf.
    ÞÝSK1EL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist daglegu lífi og athöfnum, ferðalögum, störfum, vinnu og heilsu
    • myndun og notkun falla og núliðinnar tíðar algengustu sagna
    • framburðarreglum og tónfalli
    • þýskumælandi löndum og fengið aukna innsýn í menningu og siði þjóðanna
    • samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum og ferðalögum
    • skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli
    • skilja stutta texta þar sem sagt er frá daglegu lífi, atburðum og tilfinningum eða óskað er eftir upplýsingum
    • greina lykilatriði í einföldum textum, t.d. smásögum
    • spyrja og svara einföldum spurningum um liðna atburði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um persónulega hagi og málefni sem hann þekkir
    • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
    • skilja meginatriði einfaldra texta og greina einfaldar upplýsingar
    • segja frá sjálfum sér og nánasta umhverfi sínu, s.s. áhugamálum, atvinnu og ferðalögum
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu í faginu
    • tjá sig um liðna atburði í ræðu og riti
    • skrifa um málefni og atburði byggða á persónulegri og ímyndaðri reynslu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.