Berlín er hér til umfjöllunar. Saga borgarinnar er tekin fyrir, sjónum er beint að tímabilinu frá 1945 til dagsins í dag. Tekin eru fyrir dagleg samskipti á þýsku og nemendur vinna með ýmsar heimildir á þýsku og íslensku. Undirbúningur ferðar til Berlínar, verkefni í tengslum við ferðina og eftir að heim er komið. Þekktustu staðir borgarinnar eru heimsóttir undir leiðsögn kennara eða fararstjóra. Samþætting tveggja námsgreina, þýsku og sögu. Gerðar eru strangar kröfur um mætingu og verkefnaskil. Nemendur áfangans greiða allan kostnað við ferðina.
ÞÝSK1ME05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
staðháttum, mannlífi og menningu í Berlín
ólíkum textagerðum, s.s. blaðagreinum, textum á netinu, kvikmyndum og hlustunarefni
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
sögu borgarinnar frá 1945 og hvernig sú saga endurspeglar sögu Evrópu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér hagnýtra upplýsinga, taka þátt í samræðum og skilja talað mál í algengum raunverulegum aðstæðum í daglegu lífi
lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
segja frá á skýran hátt í nútíð og liðinni tíð og halda stuttar kynningar á undirbúnu efni
skrifa samfelldan texta
tjá sig um eigin upplifun og skoðanir
nota upplýsingatækni og hjálpargögn, svo sem orðabækur, við upplýsingaöflun og ritun texta
skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum og ferðalögum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá eigin skoðanir og persónulega reynslu, bæði munnlega og skriflega
tjá sig á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum
tileinka sér aðalatriðin í samtölum og frásögnum
tileinka sér efni mismunandi texta
geta metið eigið vinnuframlag og annarra
tileinka sér jákvætt viðhorf til Þýskalands og þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.