Mannkyns- og Íslandssaga nítjándu og tuttugustu aldar.
Samþykkt af skóla
2
5
Áfanginn er inngangsáfangi um sögu mannkyns. Farið er vítt og breytt yfir vestræna sögu frá frönsku byltingunni til líðandi stundar. Þetta eru tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna sem hafa leitt til kjarabóta, velmegunar og menningarauka en einnig stórstyrjalda og hörmunga á 20. öld. Í Íslandssögu verður sérstaklega fjallað um þjóðernishyggju, rómantík, sjálfstæðisbaráttuna, stjórnmál, þátttöku Íslands í stóratburðum 20. alda og þróun íslensks samfélags til nútímans.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun og orsakasamhengi sögu Vesturlanda frá 1800 til miðrar 20. aldar
hugtökum sem höfð eru um sögulega atburði og geri sér grein fyrir breytilegri merkingu þeirra
lýðræðis- og þjóðfrelsisþróun á Vesturlöndum á tímabilinu
mismunandi tegundum heimilda, ólíkum aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni
ólíkum miðlunarformum fyrir sögulegt efni
því hvernig þróunin á 19. og 20. öld mótar samfélag nútímans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og túlka sagnfræðilegan texta
nýta sér fjölbreyttar tegundir heimilda og meta gildi þeirra og áreiðanleika
nota ólík miðlunarform fyrir söguleg efni; t.d. skrifa ritgerðir og blaðagreinar og undirbúa og flytja fyrirlestur fyrir jafningja sína
starfa saman að ólíkum verkefnum
bera saman tímabil og svið og skoða Íslandssögu í samhengi við mannkynssöguna
beita gagnrýninni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
koma söguskilningi og söguþekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti
geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
sýna umburðarlyndi og víðsýni í umfjöllun um söguleg viðfangsefni
meta stöðu Íslands og menningararfsins í samanburði við önnur menningarsvæði
leggja mat á eigin frammistöðu og annarra
meta framlag liðinna kynslóða til mótunar nútímans
öðlast skilning á samtímaatburðum og greina orsakasamhengi þeirra
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.