Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444843358.05

    Kvikmyndasaga
    SAGA2KM05
    83
    saga
    Kvikmyndasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir 100 ára sögu kvikmyndarinnar, þróun hennar, helstu tímabil og einkenni þeirra skoðuð. Farið verður yfir helstu grundvallaratriði kvikmyndagerðar og strauma og stefnur kvikmyndasögunnar. Skoðaðar verða valdar kvikmyndir og lögð verður áhersla á söguþráð, uppbyggingu handrits, kvikmyndatöku, leik og aðrar hliðar framleiðslu kvikmynda. Einnig verða helstu kvikmyndagerðarmenn sögunnar kynntir til sögunnar
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kvikmyndafræðilegum hugtökum
    • kvikmyndasögu
    • gagnrýnni greiningu við skoðun kvikmynda
    • flokkun kvikmynda
    • framleiðslu kvikmynda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa kvikmyndafræðilegan texta
    • meta og greina kvikmyndir út frá fleiri sjónarhornum en afþreyingargildi þeirra
    • greina aðferðafræði kvikmyndaframleiðenda
    • tjá eigin skoðanir á viðfangsefninu í máli og í texta
    • skilja samhengið sem ákveðin verk í kvikmyndasögunni er framleidd innan
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota hugtök og aðferðir til að skilja og greina kvikmyndir og sögu þeirra
    • miðla skoðunum sínum á kvikmyndum á fræðilegan hátt með hugtökum og vísunum í kvikmyndasöguna
    • njóta kvikmynda á virkan og greinandi hátt
    • skilja betur samfélagið, heiminn og söguna
    • bera saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.