Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444845363.32

    Almenn sálfræði
    SÁLF2IN05
    62
    sálfræði
    Sálfræði, inngangur, kenningar, saga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þessa er inngangsáfangi í sálfræði. Fræðigreinin sálfræði er kynnt, upphaf hennar og þróun. Helstu grunnhugtök, kenningar og viðfangsefni nútímasálfræði eru skoðuð. Síðan er fjallað um námssálarfræðina og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og skilyrðingar. Að lokum er farið ítarlega í minni, minnistækni og námstækni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og aðferðum vísindalegrar sálfræði
    • fjölbreytileika sálfræðinnar, þekki helstu starfssvið og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
    • helstu stefnum sálfræðinnar í sögulegu samhengi
    • leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
    • kenningum um nám, námserfiðleika, minni og skynjun og hegðun
    • kenningum um viðbragðsskilyrðingu tengslum hennar við daglegt líf
    • kenningum um virka skilyrðingu tengslum hennar m.a. við uppeldi, nám og meðferð
    • kenningum og hugtökum um minni og aðferðum minnistækninnar
    • kenningum og hugtökum um nám
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með kenningar í sálfræði
    • fjalla um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
    • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
    • skoða sína eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
    • tjá kunnáttu sína um efni áfangans á munnlegan og skriflegan hátt
    • greina hegðun út frá sálfræðikenningum
    • greina og beita mismunandi tegundum minnis
    • æfa námstækni
    • afla upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þau við verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita minnisaðferðum til að bæta minni
    • bæta námstækni sína með aðstoð aðferða sem fjallað er um í áfanganum
    • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis á sjálfan sig og aðra
    • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga
    • yfirfæra sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • framkvæma einfalda rannsókn og átta sig á helstu niðurstöðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.