Áhersla er á mannslíkamann og liffærakerfi hringrásar-, öndunar- og þvagkerfið. Heilbrigð starfsemi er lögð til grundvallar en einnig algengustu frávik. Örverurfræði. Rannsóknarstofnanir sem tengjast viðfangsefni eru heimsóttar. Einnig er áhersla á mikilvægi þekkingar á lífeðlisfræði í daglegu lífi og nemendur búnir undir frekara nám í lífeðlisfræði og skyldum greinum.
EFNA2AM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
byggingu og starfsemi mismunandi frumugerða
gerð og hlutverki frumulíffæra
flutningi efna um frumuhimnur
kenningum um tilurð og þróun heilkjörnunga, byggingu DNA og RNA
lögmálum Mendels og algengum erfðamynstrum
afritun, umritun og þýðingu erfðaefnisins og stökkbreytingum
byggingu og starfsemi örvera (veira, baktería og sveppa) með áherslu á sjúkdóma m.a. kynsjúkdóma
gerð og hlutverki dýra- og plöntuvefja
hringrásarkerfi
öndunarkerfi
þvagkerfi
vísindalegum aðferðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa líffræðilegan texta og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
nota upplýsingatækni við heimildaöflun og vinnu
beita vísindalegum aðferðum til framkvæma verklegar æfingar og nota ljóssmásjá og einföld rannsóknartæki s.s. blóðþrýstimæla
meðhöndla krufningaráhöld og kryfja innri líffæri
skrifa skýrslur um niðurstöður verklegra æfinga
leysa verkefni um afmörkuð viðfangsefni
tjá kunnáttu sína munnlega, skriflega og fjalla um álitamál
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi
lesa fréttagreinar og almenn vísindarit
leggja gróft mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
taka ákvarðanir varðandi heilbrigðan lífsstíl
auka skilning sinn á örverum
tryggja eigið kynheilbrigði
tengja niðurstöður verklegra æfinga við fræðin og draga ályktanir af þeim
afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar
beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi í einstaklingsverkefnum og í samvinnu við aðra
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.