Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444847030.85

    Vistfræði Íslands
    LÍFF2ÍS05
    69
    líffræði
    lífríki íslands
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur og kjörsviðsáfangi náttúrufræðibraut. Náttúra Íslands er skoðuð, sérstök áhersla er lögð á sérstöðu lands, fersksvatns og sjávar, fjölbreytileika, stofna lífvera og framvindu í lífkerfum. Farið er í vettvangsferðir t.d. í fjöru og að Ástjörn. Litið er til sjálfbærrar nýtingar stofna og lífrænna auðlinda ásamt því að skoða helstu rök fyrir náttúruvernd. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á umhverfi sínu, áhrifum manna á umhverfið þ.e.a.s. umhverfismál og mikilvægi þeirra í daglegu lífi. Vistfræðilegar rannsóknaraðferðir eru kynntar og fjöldi íslenskra rannsóknastofnanna. Verklegar æfingar eru í hópum og á eigin vegum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreytileika lífvera, sérkenni íslenskrar náttúru og nánasta umhverfis
    • lífbeltum jarðar, mismunandi gerðum vistkerfa og framvindu
    • fæðukeðjum, hringrásum, líflandafræði og nýjum tegundum
    • samskiptum lífvera, þolsviði, sess og útbreiðslu
    • alþjóðlegum umhverfismálum
    • þjóðgörðum á Íslandi og helstu rökum fyrir náttúruvernd
    • vistfræðirannsóknum og úrvinnslu gagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa líffræðilegan texta og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans, nota upplýsingatækni við heimildaöflun og vinnu
    • beita vísindalegum aðferðum við framkvæmd verklegra æfinga og við einfaldar vistfræðirannsóknir
    • nýta sér greiningarlykla til að greina lífverur
    • skrifa skýrslur og leysa verkefni um afmörkuð viðfangsefni
    • fara í vettvangsferðir, skoða og njóta náttúru Íslands
    • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru
    • tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í vistfræði við daglegt líf og umhverfi
    • leggja mat á upplýsingar sem tengjast vistfræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu
    • átta sig á þýðingu náttúrunnar sem fæðugjafa og umhverfis
    • mynda sér skoðanir og afstöðu til mála sem snerta vistfræði, bera virðingu fyrir og taka ábyrga afstöðu til hegðunar sinna með tilliti til lifandi náttúru
    • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi í einstaklingsverkefnum og í samvinnu við aðra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.