Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Tillaga að bókstöfum/tölustöfum skóla
Lýsing
Gerð er grein fyrir sögu erfðafræðinnar. Fjallað er um Mendels lögmálið, rannsóknir á erfðum og stofnerfðafræði til 1953. Einnig verður farið í byggingu erfðaefnis, raðgreiningu, genastjórnun og erfðatækni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
erfðareglur Mendels, erfðagallar, kyntengdar erfðir
erfðafræðin frá 1900 til 1953, genakort, rannsóknir á erfðagöllum, uppgötvun erfðaefnisins
erfðaefnið, bygging og starf
erfðatækni
notkun erfða í atvinnustarfsemi
stofnerfðafræði
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa þrautir innan erfðafræði
lesa vísindatexta í fræðigreinum
skilja byggingu flókinna líffræðiferla
sjá samhengi í stjórnun fruma út frá erfðamengi þeirra
átta sig á erfðagreiningum og þeim möguleikum sem þar liggja, t.d. í flokkunarfræði
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja upp raunhæfar tilraunir innan raunvísinda (skoðun-tilgáta-tilraun-kenning)
skilja notkun erfðatækni í iðnaði og öðrum greinum
meta hvað er raunhæft til að skila árangri innan erfðatækninnar
átta sig siðfræðilegum takmörkunum greinarinnar
Námsmat
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.