Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444849040.41

    Sköpun og teikning
    MYNL1SE05
    15
    myndlist
    Sköpun og teikning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í myndlist, s.s. litafræði, vinna með grunnform, skyggingu, þrívídd, lögmál myndbygginar og jafnvægi flatar. Áhersla er lögð á að örva skapandi hugsun nemanda, auka tæknilega þjálfun og skilning á efnum og aðferðum. Nemendur eru hvattir til þess að nota óhefðbundin efni í myndverk, endurvinnsla.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnaðferðum í myndlist
    • notkun teikniáhalda og virkni þeirra
    • litasvið blýantsins og aðferðum til skygginga
    • eins- og tveggja punkta fjarvídd
    • grunnþáttum formfræði og teikningar
    • blöndun grunnlita í litatóna og hugtök þar að lútandi
    • myndbyggingu
    • formum og uppbyggingu þeirra
    • fjölbreytileika í meðhöndlun efniviðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa upplýsingar um listir og menningu
    • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar
    • nýta sér grunnþjálfun í tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun
    • vinna frá hugmynd til lokaafurðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • byggja upp myndverk
    • nýta reglur og form í eigin listsköpun
    • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir
    • útfæra myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
    • vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar og hönnunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.