Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í myndlist, s.s. módelteikningu, formfræði, fjarvídd og lýsingu. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í teikningu, formskilningi, rýmisskynjun og skoðun umhverfisins. Áhersla er lögð á að örva skapandi hugsun nemanda, auka tæknilega þjálfun og skilning á efnum og aðferðum. Nemendur skipuleggja nám sitt ásamt því að ígrunda og þróa hugmyndir sínar í ferilbók ásamt því að nýta óhefðbundin efnivið í myndverk.
MYNL1SE05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
litasvið blýantsins og aðferðum til skygginga
hvernig grunnformin móta alla hluti í umhverfi okkar
hvernig breyta má tvívíðri línuteikningu svo sýnist þrívíð með réttum skyggingaraðferðum
myndbyggingu
formum og uppbyggingu þeirra
tveggja punkta fjarvídd
hvernig mismunandi teikniáhöld gefa mismunandi línu og áferðir
hvernig teikna á mannslíkamann í fötum í réttum hlutföllum
hvernig teikna má rými með fjarvíddarteikningu
fjölbreytileika í meðhöndlun efniviðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa upplýsingar um listir og menningu
vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar
nýta sér grunnþjálfun í tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun
vinna frá hugmynd til lokaafurðar
teikna rými í eins- og tveggja punkta fjarvídd
vinna persónulega skissu- og hugmyndabók
ræða eigin verk og annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýnin hátt um listsköpun
byggja upp myndverk
nýta reglur og form í eigin listsköpun
vinna á perónulegan hátt með eigin hugmyndir
útfæra myndverk með tilliti til formfræði og myndbyggingar
vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar og hönnunar
sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.