Taláfangi í íslensku fyrir nemendur með erlendan bakgrunn sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu. Nemendur vinna með viðfangsefni er varða húsnæði, farartæki og ferðalög, líf og heilsu, fjölskyldu, mannlýsingar og staðsetningar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslenskum orðum er tengjast viðfangsefnum áfangans
íslenskum hljóðum og hljóðasamböndum
mismunandi málsniði
frásagnarsniði í atburðarás
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bera fam íslensk hljóð og hljóðasambönd
nota mismunandi málsnið
lýsa atburðarás
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa einfaldan texta með áheyrilegum framburði
velja mismunandi málsnið eftir aðstæðum
lýsa atburði í heildstæðu máli með upphafi, miðju og endi
beita orðaforða sem hann hefur tileinkað sér í áfanganum í daglegu lífi