Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1445337122.17

  Fjármálalæsi og tölfræði
  STÆR2LÆ05
  138
  stærðfræði
  líkindafræði og fjármálalæsi, tölfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Meginefni áfangans er jöfnur, gröf og föll, tölfræði, líkindareikingur, prósentur og fjármál. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Gröf og föll: Lesið úr gröfum, hlutföll, fallhugtakið, bein lína, veldisvísisföll og stærðfræðilíkön. Tölfræði: Lesið úr töflum, línu-, stöpla- og skífuritum og slík rit teiknuð með aðstoð tölvuforrita. Meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi og tíðni, unnið með gagnasöfn. Einföld framsetning og formúlur í töflureikni. Tölfræðirannsóknir, þýði, úrtak, óvissuvaldar í tölfræðirannsóknum og misnotkun á tölfræði. Líkindareikingur: Einfaldar og margbrotnari slembitilraunir, líkindatré og fylliatburðir. Fjármál: Prósentureikningur tengdur fjármálum, álagning, afsláttur, virðisaukaskattur, vextir, vaxtavextir, verðbólga, vísitölur, verðtrygging, hagnýt atriði sem snerta fjármál einstaklinga.
  A.m.k. 5 einingar í stærðfræði á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • jöfnum, gröfum og föllum, tölfræði og líkindareikingi, prósentum og fjármálum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa úr gröfum, teikna graf beinnar línu í hnitakerfi og vinna með hallatölur og hlutföll
  • lesa úr tölfræðilegum upplýsingum og setja sjálfur fram upplýsingar skriflega eða myndrænt með aðstoð tölvuforrita
  • gera einfalda tölfræðirannsókn og reikna meðaltal, miðgildi, tíðasta gildi og tíðni
  • reikna líkindi atburða og nota líkindatré til að meta líkindi samsettra atburða
  • leysa öll algeng dæmi um prósentureikning, þ.m.t. útreikninga á virðisaukaskatti, samsettar prósentur, reikning vaxta og vaxtavaxta og að skilja og vinna með fjármálahugtök, s.s. vísitölu, verðbólgu og verðtryggingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ræða um gröf, föll, tölfræði, líkindareikning, prósentur og fjármál við aðra og setja úrlausnir sínar fram skriflega eða myndrænt á skiljanlegan og snyrtilegan hátt, gjarnan með aðstoð tölvu
  • þýða margs konar verkefni úr daglegu lífi á stærðfræðimál, setja þau upp sem stærðfræðilegt viðfangsefni, leysa þau og meta hvort svör eru raunhæf
  • skilja og meta á gagnrýninn hátt upplýsingar úr fjölmiðlum þar sem stærðfræði kemur við sögu, hvort sem þær eru skriflegar, talaðar eða myndrænar
  • skilja þá þætti sem hafa áhrif á fjármál einstaklinga
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.