Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1445514328.32

    Stærðfræði
    STÆR1GA05
    77
    stærðfræði
    Grunnaðgerðir algebru
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefni eru upprifjun á talnameðferð, einföld algebra og jöfnur. Enn fremur er fjallað um hnitakerfið, jöfnu beinnar línu og hlutfallshugtakið. Fallhugtakið er kynnt og ýmis föll athuguð með hjálp reiknitækja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Talnameðferð og talnareikningi
    • Forgangsröð aðgerða og algengustu stærðfræðitáknum
    • Heiltöluveldum
    • Notkun tákna í stað talna
    • Undirstöðuatriðum algebru, s.s. liðun, þáttun og vinnu með einföld algebrubrot
    • Lausn fyrsta stigs jafna
    • Lausn jöfnuhneppa með tveimur óþekktum stærðum
    • Prósentu- og hlutfallareikningi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna á nákvæman og skipulagðan hátt með tölur og táknmál stærðfræðinnar
    • Forgangsraða aðgerðum bæði í talnareikningi og algebru
    • Beita undirstöðuatriðum algebru til að liða, þátta og vinna með einföld algebrubrot
    • Leysa fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum
    • Einangra eina stærð úr fyrsta stigs jöfnu með mörgum óþekktum stærðum
    • Vinna með hlutföll og leysa einföld prósentudæmi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
    • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
    • Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
    • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
    • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
    • Beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.