Nemendur kynnast upphafi kvikmyndasögunnar og þróun þessa list- og tjáningarforms.Skoðaðar verða nokkrar þær lykilkvikmyndir sem markað hafa djúp spor í kvikmyndasöguna, valdið straumhvörfum og tengjast helstu stefnum og straumum í kvikmyndagerð. Kennslan byggir á fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, heimaverkefnum og hópverkefnum sem nemendur kynna og ræða í kennslustundum.
SAGA2FR05 og INNL1IL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
upphafi og þróun kvikmyndagerðar frá upphafi til okkar tíma.
helstu stefnum og straumum í kvikmyndasögunni.
ólíkum aðferðum í kvikmyndagerð tengdum tímabilum.
ólíkum aðferðum þeirra kvikmyndahöfunda sem um er fjallað.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér upplýsinga um upphaf og þróun kvikmyndagerðar með rýni í kvikmyndir ásamt lestri bóka og notkun upplýsingaveita.
Greina á milli ólíkra stefna, strauma og stíla, í þeim lykilkvikmyndum sem skoðaðar verða.
greina höfundareinkenni þeirra kvikmyndahöfunda sem um er fjallað.
vinna með öðrum nemendum að greiningu kvikmynda og miðla henni munnlega og sjónrænt .
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina kvikmyndir út frá tímabili, inntaki, stíl og efnistökum. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
tengja þróun í kvikmyndagerð við aðrar listgreinar og samfélagslegar hræringar á hverjum tíma. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat.
miðla þekkingu sinni á kvikmyndum, munnlega, skriflega, sjónrænt og með greiningarhugtökum kvikmyndasögunnar. Námsmat: frammistöðumat, verkefnamat, • vinna sjálfstætt og með öðrum nemendum að rannsóknum á kvikmyndum.
Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.