Almenn skyndihjálp, 1. hjálp og sálrænn stuðningur
SKYN1SH02
6
skyndihjálp
1. hjálp og sálrænn stuðningur, Almenn skyndihjálp
Samþykkt af skóla
1
2
Almenn skyndihjálp er fyrsta aðstoð sem veitt er slösuðu eða bráðveiku fólki. Skyndihjálp kemur ekki í stað viðeigandi læknishjálpar. Hún er aðeins bráðabirgðahjálp sem veitt er þar til viðeigandi læknishjálp fæst, ef hennar er þörf, eða þar til bati án læknishjálpar er tryggður. Áverkar eða sjúkleiki kalla þó ekki alltaf á læknishjálp.
Fyrstu hjálp er ætlað að gera meðal annars björgunarsveitafólk fært um að sinna slösuðu fólki til fjalla og fjarri læknishjálp. Meðal umfjöllunarefna eru beinbrot, blæðingar, innvortis áverkar, höfuðáverkar og margt fleira.
Sálrænn stuðningur er líkamleg og andleg aðstoð við þá sem orðið hafa fyrir áfalli. Markmiðið er að styðja einstaklinginn til fyrra jafnvægis og sjálfstæðis og fyrirbyggja alvarleg og langvinn sálræn eftirköst hjá viðkomandi.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skyndihjálp, 1. hjálp og sálrænum stuðningi
hvað skiptir mestu máli að gera þegar komið er að slysi
forgangsröðun aðgerða á vettvangi
mikilvægi sálræns stuðnings
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta áverka til að gera sér grein fyrir því hversu mikið einstaklingur er slasaður
beita þeim aðferðum sem hann lærði, t.d. endurlífgun
forgangsraða aðgerðum á slysstað
veita sálrænan stuðning
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita viðeigandi skyndihjálp eða 1. hjálp
meta aðstæður á vettvangi slyss
forgangsraða aðgerðum á vettvangi
meta áverka einstaklinga
veita sálrænan stuðning
beita endurlífgun
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.