Áfanginn beinir spjótum sínum að skilyrðum barna og unglinga. Áhrifaþættir í lífi barna og unglinga eru til umfjöllunar, til dæmis er tengjast félagslegum og andlegum erfiðleikum. Rýnt er í orsakir, afleiðingar og úrræði er varða líðan og velferð barna og unglinga. Fjallað er um áföll, sorg og sorgarviðbrögð, áhrif skilnaða og forræðisdeilna, kvíða og kvíðaviðbrögð, einelti og forvarnir, réttindi og lög um barnavernd, hlutverk barnaverndarstofnanna, ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum, ólíkar skólastefnur og samband heimila og skóla. Áfanginn byggir á sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnunámi, umræðum og heimildarvinnu.
UPPE2UM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áhrifum skilnaða og forræðisdeilna á börn
birtingarmyndum ofbeldis og vanrækslu gagnvart börnum
einkennum og afleiðingum eineltis
forvörnum gegn einelti
hlutverki mismunandi stofnanna í barnaverndarmálum
réttindum barna
viðbrögðum barna við áföllum
fjölbreyttum skólastefnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina og meta þær aðferðir sem notaðar eru í barnaverndamálum
greina á milli mismunandi viðbragða barna við áföllum
meta sértæk mál með gagnrýnum hætti
afla upplýsinga og heimilda
túlka ólíkar kenningar og niðurstöður rannsókna
meta ólíkar skólastefnur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um stöðu og réttindi barna og unglinga
kortleggja aðstæður barna og unglinga í raunveruleikanum
vinna úr upplýsingum með skipulögðum og fræðilegum aðferðum
meta og kynna niðurstöður gagnavinnu
vinna í samvinnu við aðra að semeiginlegum verkefnum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.