Áfanginn er ætlaður nemendum bóknámsbrauta og ætlast er til þess að þeir taki hann ekki fyrr en á útskriftarönn. Í honum eiga nemendur að fræðast um ýmislegt sem þeim stendur til boða að námi loknu, einkum þó framhaldsnám hér heima og erlendis. Nemendur fá kynningu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði og hvernig best er að standa að atvinnuumsókn og undirbúningi fyrir atvinnuviðtal. Loks á áfanginn að vera vettvangur fyrir nemendur til kynnast, vinna saman að undirbúningi kveðjuathafnar (dimission) og styrkja til frambúðar tengsl sín við skólann.
Nemandi þarf að hafa lokið nógu mörgum einingum til að geta útskrifast á þeirri önn sem hann er skráður í áfangann. Kennslustjórar hafa lokaorð um hverjir mega skrá sig í áfangann.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
framboði náms hér á landi að loknu stúdentsprófi
ferilskrá, gerð hennar og uppfærslu
helstu réttindum og skyldum fólks á vinnumarkaði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrá hugleiðingar sínar í dagbók/ferilbók
afla sér upplýsinga um mismunandi námsleiðir hérlendis og erlendis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sækja um nám eða starf að loknu stúdentsprófi
leita réttar síns hjá stéttarfélagi og/eða fagfélagi
taka þátt, með samnemendum, í að kveðja skóla sinn með vinsemd og virðingu
Námsmat byggir á mætingu, verkefnaskilum, ásamt þátttöku í kveðjuathöfn nemenda.