Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1446899070.15

    Heimspeki
    HEIM2KH05
    23
    heimspeki
    Almenn kynning á heimspeki
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lögð er áhersla á almenna kynningu heimspekinnar sem fræðigreinar og á þjálfun nemenda í að beita aðferðum hennar í daglegu lífi. Þau vandamál sem heimspekingar hafa glímt við gegnum aldirnar verða kynnt til sögunnar og hugað að þeim lausnum sem hvað mesta athygli hafa vakið. Athugað verður hvort og þá hvernig heimspekileg rökræða getur hjálpað nútímamanninum að móta gildi og viðmið tilveru sinnar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim spurningum sem fylgt hafa vestrænni heimspeki frá upphafi hennar í Grikklandi hinu forna.
    • svörum heimspekinga og þróun þeirra frá einum tíma til annars.
    • hugmyndasögulegu samhengi heimspekikenninga.
    • undirgreinum heimspekinnar, svo sem siðfræði, þekkingarfræði og stjórnmálaheimspeki.
    • mikilvægi skapandi hugsunar við ástundun heimspeki.
    • nýsköpunar- og frumkvöðlafræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa rök fyrir máli sínu.
    • tjá sig um flóknar hugmyndir og kenningar.
    • átta sig á samhengi eigin hugsana og hugmynda.
    • nálgast viðfangsefni sín á frumlegan og skapandi hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja skoðanir sínar fram í ræðu og í riti þannig að aðrir geti áttað sig á þeim. Þetta er metið með frammistöðu nemenda í kynningum, hópavinnu og skriflegum verkefnum.
    • rökræða hugmyndir sínar og skoðanir við aðra sem er metið með þátttöku í samræðum og hópvinnu.
    • vinna með flóknar og yfirgripsmiklar hugmyndir t.d. í samhengi við atburði daglegs lífs, kvikmyndir eða önnur listaverk, sem er metið með ritgerðum, umræðum og skriflegum prófum.
    • vinna að nýjum og frumlegum lausnum á viðfangsefnum daglegs lífs sem er metið með þátttöku í nýsköpunarkeppni.
    Beitt verður eins fjölbreyttum námsmatsaðferðum og komið verður við. Nemendur vinna verkefni í tímum og safna saman í ferilmöppu, skrifa ritgerðir, taka próf og halda kynningar. Nemendur taka þátt í nýsköpunarferli þar sem leitað nýrra leiða til að fást við viðfangsefni daglegs lífs. Jafningjamati og leiðsagnarmati er markvisst beitt í því skyni að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu.