Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447501104.15

    Listasaga
    LIST2FM05
    6
    listasaga
    Frá Forn-Grikkjum til upphafs módernisma
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í fyrri hluta áfangans kynnast nemendur völdum tímabilum í myndlistarsögunni, allt frá list Forn-Grikkja til upphafs módernismans á síðari hluta 19. aldar. Í síðari hlutanum er rakin samfelld saga módernismans í myndlist á Vesturlöndum fram til um 1970 auk þess sem fjallað er um helstu fulltrúa íslenskrar myndlistar á þessu tímabili. Í lokin kynnast nemendur helstu stefnum og straumum í samtímamyndlist. Kennslan byggir á fyrirlestrum, heimildamyndum, heimaverkefnum og hópverkefnum sem nemendur kynna og ræða í kennslustundum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stefnum og straumum valinna tímabila í myndlistar- og hönnunarsögu Vesturlanda frá tímum Forn-Grikkja til upphafs módernismans.
    • samfelldri sögu myndlistar og hönnunar á Vesturlöndum frá upphafi módernismans til um 1970.
    • helstu stefnum og straumum í alþjóðlegri myndlist samtímans.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita sér upplýsinga á myndlistarsögunni með lestri bóka og notkun upplýsingaveitna.
    • greina á milli ólíkra stíla, efnistaka og innihalds myndlistar á þeim tíma sem um er fjallað.
    • greina höfundareinkenni þeirra myndlistarmanna sem um er fjallað.
    • vinna með öðrum nemendum að greiningu myndverka og miðla henni munnlega, skriflega og sjónrænt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina myndverk út frá myndbyggingu, formum, litanotkun, inntaki, stíl og efnistökum. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • tengja þróun í myndlist við aðrar listgreinar og samfélagslegar og hugmyndafræðilegar hræringar á hverjum tíma. Námsmat: verkefnamat, leiðsagnarmat.
    • miðla þekkingu sinni á myndlist og hönnun munnlega, skriflega og sjónrænt með greiningarhugtökum listsagnfræði. Námsmat: frammistöðumat, verkefnamat.
    Verkefnavinna, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).