Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1447504645.05

  Mannfræði
  FÉLA3CM05
  57
  félagsfræði
  Mannfræði.
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Fjallað er um tvískiptingu mannfræðinnar í félagslega mannfræði og líkamsmannfræði. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér þróunarhugtakið á gagnrýninn hátt í tengslum við hugmyndir um líffræðilega og menningarlega þróun. Nemendur greina kynþáttahugtakið og taka afstöðu til þeirra fordóma sem fylgja því. Þá er menningarhugtakinu gerð ítarleg skil ásamt vettvangsathugun og vettvangsskrifum mannfræðinga. Nemendur kynnast því hvernig mannfræðingar hafa beitt þessum aðferðum við gerð þjóðlýsinga (etnógrafíu). Einnig eru rædd þau vandamál sem fylgja því að rita vettvangslýsingu (etnógrafíu) og hvernig það tengist hugmyndum um framandleika og kunnugleika. Þá er fjallað um helstu viðfangsefni mannfræðinnar: skyldleikatengsl, gjafskipti, kynferði, trúarbrögð og ímyndir af ýmsu tagi. Með markvissri notkun afstæðishyggju eru nemendur hvattir til að skoða menningarlegan margbreytileika mannlífsins nær og fjær.
  FÉLA2FR05 (FÉL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreytileika menningarheima.
  • kynþáttahugtakinu.
  • helstu þáttum í þróunarsögu mannsins.
  • helstu viðfangsefnum félagslegrar og menningarlegrar mannfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér fjölbreytilegra upplýsinga um mismunandi menningarsamfélög.
  • útskýra helstu áhrif sem kynþáttahyggja hefur í samskiptum fólks.
  • fjalla skilmerkilega um menningartengd málefni bæði munnlega og skriflega.
  • vega og meta upplýsingar með gagnrýnu hugarfari og að greina á milli rökræðu og kappræðu um samfélagsleg málefni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á upplýsingar um menningarleg málefni líðandi stundar nær og fjær. Þetta er metið með frammistöðu nemenda í skriflegum verkefnum og kynningu á niðurstöðum.
  • leggja mat á kynþáttafordóma eða aðra fordóma gagnvart tilteknum menningar- og þjóðfélagshópum og greina mögulegar ástæður þessara fordóma með rökræðu um málefnið. Þetta er metið með þátttöku í samræðum og hópavinnu.
  • tengja menningarlega afstæðishyggju við daglegt líf og sjá notagildi samanburðar við aðra menningarheima. Þetta er metið með leitarnámi nemenda, hópvinnu, vettvangsathugun og kynningu nemenda á niðurstöðum.
  • beita etnógrafískri athugun á afmarkað viðfangsefni. Þetta er metið með vettvangsathugun og undirbúningi hennar, og kynningu á verkefninu.
  Ástundun, umræður, þátttaka, verkefnavinna, hópvinna, leitarnám, vettvangsathugun og kynningarverkefni.