Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447504690.15

    Kynja og jafnréttisfræðsla
    FÉLA3KJ05
    58
    félagsfræði
    Kynja– og jafnréttisfræðsla, samfélagsrýni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er staða kynjanna í samfélaginu greind og skoðuð. Birtingarmyndir kynjamisréttis og annars félagslegs misréttis eru ræddar og áhrif þess á persónulega hamingju og samfélagslega velsæld sett í samhengi. Meðal umfjöllunarefnis er vændi, kynhlutverk, klám, ofbeldi, mansal, staðalmyndir og fjölmiðlar.
    FÉLA1AL05 (FÉL1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stöðu kynjanna í samfélögum nær og fjær.
    • birtingarmyndum misréttis.
    • áhrifum fjölmiðla og staðalmynda á sjálfsmynd.
    • tengslum kynhlutverka og vinnumarkaðar.
    • samhengi félagsmótunar, viðhorfa og væntinga.
    • mikilvægi vitundarvakningar á félagslegum vandamálum.
    • hugtökum kynjafræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita kynjagleraugum á félagslegan veruleika.
    • rökræða um stöðu kynjanna og orsakir misréttis.
    • tjá sig um efnisþætti í ræðu og riti.
    • skoða eigin viðhorf og væntingar.
    • beita hugtökum í umræðu um jafnréttismál.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • glöggva sig á eigin stöðu m.t.t. kyns sýns.
    • setja sjálfan sig í samhengi félagsmótunar og kynhlutverka.
    • taka afstöðu til ólíkra málefna er varða jafnréttismál.
    • rökstyðja eigin skoðanir.
    • skilja valdatengsl í samfélaginu.
    • átta sig á eigin ábyrgð í samfélagslegu tilliti.
    • beita gagnrýnni hugsun kerfisbundið.
    • setja sig í spor annarra.
    • yfirfært ójafnrétti eins hóps á annan.
    Mæting og þátttaka nemenda er lykilatriði í kennslufræði áfangans. Nemendur skrifa leiðabók um alla efnisþætti áfangans og viðra skoðanir sínar og upplifanir. Eitt stærra verkefni. Hugtakapróf.