Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1447504736.4

  Félagsfræði og kvikmyndir
  FÉLA3KV05
  59
  félagsfræði
  kvikmyndir í ljósi félagsfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga verður leitast við að skoða kvikmyndir út frá hugtökum og sjónarhornum félagsfræðinnar. Grunnatriði í fjölmiðlafræði eru einnig kynnt og áhrif fjölmiðla á börn og unglinga eru vegin og metin. Kvikmyndir eru afurð nútímamenningar sem færa okkur ákveðna sýn á veruleikann. Með því að beita félagsfræðilegu innsæi verður leitast við að afbyggja boðskap og inntak kvikmyndarinnar. Nemandinn þjálfast í því að skynja tengsl kvikmyndar við samtíð sína og það erindi sem höfundur kvikmyndar á við áhorfendur. Með þessu móti sér nemandinn kvikmyndina sem spegil sem býður upp á sjálfsskoðun og gagnrýni. Markmið áfangans er tvíþætt: Annars vegar að nemandi kynnist því hvernig félagsfræðileg hugtök og sjónarhorn eru að verki í kvikmynd, og hins vegar hvernig kvikmynd fjallar um samfélag og menningu, t.d. út frá samskiptum kynja, kynþáttum og afbrotum. Þessi áfangi ætti að nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á sameiginlegu sviði bókmenntafræði, félagsfræði, heimspeki, kynjafræði, kvikmyndafræði, menningarfræði og táknfræði.
  FÉLA2FR05 (FÉL2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • félagsfræðilegum hugtökum og sjónarhornum sem koma að gagni við að skoða kvikmyndir.
  • kvikmyndum sem ákveðnum menningarafurðum.
  • tengslum markhópa og kvikmynda.
  • tengslum samfélags, menningar og kvikmyndar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla sér fjölbreytilegra upplýsinga um mismunandi kvikmyndagreinar.
  • útskýra helstu áhrif sem kvikmynd hefur á hugmyndir og samskipti fólks.
  • fjalla skilmerkilega um menningartengd málefni sem koma fyrir í kvikmynd.
  • taka gagnrýna afstöðu til myndmiðla og geta sett fram sjálfstæða greinargerð um tengsl samfélags, menningar og kvikmyndar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja mat á upplýsingar um menningarleg og samfélagsleg málefni í kvikmynd. Þetta er metið með frammistöðu nemenda í skriflegum verkefnum og kynningu á niðurstöðum.
  • leggja mat á fordóma og staðalmyndir í kvikmynd gagnvart tilteknum menningar- og þjóðfélagshópum og greina mögulegar ástæður þessara fordóma. Þetta er metið með þátttöku í samræðum og hópavinnu.
  • leggja mat á væntingar og neyslu mismunandi markhópa á mismunandi kvikmyndum. Þetta er metið með leitarnámi nemenda, hópvinnu, og kynningu nemenda á niðurstöðum.
  Ástundun, umræður, þátttaka, verkefnavinna, hópvinna, leitarnám og kynningarverkefni.