Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447506086.67

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    48
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um þroskaferil manneskjunnar og helstu hugtök og álitamál þroskasálfræðinnar. Sérstaklega er tekinn fyrir þroski líkamans, tilfinninga, félagslegra samskipta og hugsunar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlunum og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur átta sig á áhrifum erfða og umhverfis á þroskaferilinn. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð, ásamt kynjamun og kynhlutverkum. Komið verður inn á vandamál barna og unglinga (t.d. geðræn, tilfinningaleg, líkamleg, náms- eða hegðunarvandamál). Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda.
    SÁLF2IS05 (SÁL2B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim þroskabreytingum sem eiga sér stað frá getnaði til grafar.
    • rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar.
    • mismunandi þroskasviðum mannsins.
    • áhrifaþáttum þroskans.
    • helstu geðröskunum barna og unglinga.
    • helstu hugtökum og kenningum þroskasálfræðinnar.framlagi þroskasálfræðinnar innan sálfræðinnar og til samfélagsins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu breytingar sem verða á þroskanum yfir æviskeiðið.
    • miðla sérhæfðri færni með því að beita almennum og sértækum. vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum.
    • afla upplýsinga í þroskasálfræði, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
    • nýta fræðilegan texta í þroskasálfræði á íslensku og erlendu tungumáli.
    • miðla fræðilegu efni í þroskasálfræði skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina áhrif umhverfis og erfða á mismunandi þroskasvið sem metið er með hópvinnu og dagbókarskrifum.
    • afla upplýsinga í þroskasálfræði til að nota við úrlausn verkefna sem metið er á grundvelli kynningar og framsetningar á gögnum sem nemandinn skilar af sér.
    • þekkja og skilja aðferðir í rannsóknum á mismunandi þroskasviðum sem metið er með rökstuddri notkun hans á grunnhugtökum og kenningum.
    • meta eigið vinnuframlag og annarra í verkefnavinnu sem metið er með jafningjamati.
    • greina helstu geðraskanir barna- og unglinga sem metið er með rannsóknarvinnu og hópvinnu.
    • taka þátt í rökræðum um málefni sem tengjast þroskasálfræðinni sem metið er með umræðum og ritgerðum.
    • framkvæma eigindlega og/eða megindlega rannsókn og gera grein fyrir helstu niðurstöðum sem metið er með skýrslu og kynningu.
    dagbókaskrif, sjálfsmat, símat og jafningjamat. Ástundun og þátttaka í tímum.