Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447940806.26

    Vefforritun III
    VFOR3JQ03(FB)
    3
    Vefforritun
    Forritun með forritunarmálunum
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FB
    Unnið verður með gagnvirka vefþróun (e. Dynamic Front-end Web Development) þar sem nemendur kynnast gagnvirkri framenda (e. front-end) forritun í JavaScript og jQuery. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í að nýta saman þekkingu sína í forritunarmálunum HTML, CSS, PHP, SQL, JavaScript og jQuery til að búa til stærri verkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnu á Netinu. Rík áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum.
    VFOR2PH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað JavaScript er
    • almennum aðgerðum í JavaScript
    • hvað jQuery er
    • almennum aðgerðum í jQuery
    • hvað forritaskil eru (e. API, application programming interface)
    • því hvernig kallað er á forritaskil (e. API) í vefsíðu með jQuery
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að nýta sér mörg ólík forritunarmál og láta þau vinna saman sem heild
    • að vinna með JavaScript forritunarkóða
    • að vinna með jQuery forritunarkóða
    • að búa til lítil forritaskil (e. API)
    • að kalla á forritaskil (e. API) með jQuery forritunarmálinu í vefsíðu
    • sjálfstæðum vinnubrögðum
    • að nota Netið sem hjálpartæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja og nota JavaScript forritunarkóða
    • þekkja og nota jQuery forritunarkóða
    • búa til lítil forritunarskil (e. API) sem eru notuð til að koma með aukavirkni á vefsíður
    • nota saman öll vefforritunarmálin sem kennd hafa verið, það er að segja HTML, CSS,
    • PHP, jQuery og JavaScript.
    • vita hvar á að leita að hjálp við eitthvað sem hann kann ekki
    • vinna sjálfstætt að verkefnum
    Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með verkefnum unnum í tímum og heima, einnig með áfangaprófum og stóru lokaverkefni. Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu, byggingu og frágang forritunarkóða. Hæfnin er metin í verkefnavinnu og prófum út frá getu nemandans til þess að hanna og setja upp vefsíðu. Einnig er hæfnin metin með því að nemendur lesa tilbúinn forritunarkóða og geti útskýrt virkni á bakvið hann.