Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1447944866.08

    Íþróttafræðisaga
    ÍÞRF2IS03(FB)
    15
    íþróttafræði
    íþróttafræðisaga
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    FB
    Í áfanganum læra nemendur um sögu íþrótta og íþróttaiðkun á landinu frá upphafi og um upphaf íþróttakennslu á Íslandi. Farið í sögu Ólympíuleikanna. Einnig fræðast nemendur um íþróttir og samfélagið, íþróttir og konur, íþróttir og fjölmiðla, íþróttir og listir og fleiri þætti sem tengjast íþróttum.
    IÞRF2ÞB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upphafi íþróttaiðkunar á Íslandi
    • upphafi íþróttakennslu á Íslandi
    • sögu Ólympíuleikanna
    • sögu kvenna í íþróttum
    • áhrif fjölmiðla á íþróttir
    • samfélagsþáttum sem hafa áhrif á íþróttir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita heimilda og skrifa ritgerð og vinna verkefni tengt námsefninu
    • skoða kannanir og rannsóknir og geta lesið úr þeim
    • gera kannanir sem tengjast námsefninu
    • skila verkefnum bæði á skriflegan og munnlegan hátt
    • vinna í hópi við gerð verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa ritgerðir tengdar námsefninu og finna traustar heimildir
    • fara út fyrir skólageta miðlað þekkingu sinni á námsefninustofuna og gera kannanir sem tengjast námsefninu
    • geta miðlað þekkingu sinni á námsefninu
    Áfanginn er símatsáfangi. Á önninni taka nemendur eitt próf og skila bæði einstaklings- og samvinnuverkefnum. Þá skrifa nemendur ritgerð.