Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1448367188.2

  Rekstur og fjármál
  REFJ4RE08
  1
  Rekstur og fjármál
  Rekstur og fjármál
  Samþykkt af skóla
  4
  8
  Í áfanganum ertu tekin fyrir hinum ýmsu fjárhagslegu og markaðslegu þættir við stjórnun og rekstur fyrirtækis. Lögð verður áhersla á framlegðarútreikninga,áætlanagerð og eftirlit, bókhald , markaðsmál, innkaup og sölufræði. Nemendum gefst kostur á að vinna með raunhæf verkefni úr sínu vinnuumhverfi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • framlegð og aðferðum við útreikning á framlegð á msimunandi vörum er tengast matvælagreinum.
  • mikilvægi áætlanagerðar við rekstur fyrirtækja í matvælagreinum/iðnaði.
  • markaðsmálum og mikilvægii góðrar markaðssetningar á þeim vörum sem í boði eru hverju sinni í þeirra fyrirtæki.
  • sölufræði og mikilvægi hennar. Nemendur kynnast sölumennsku og aðferðarfræði við sölumennsku.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • reikna út og hafa skilning á framlegð og mikilvægi hennar. Geta reiknað út framlegð út frá mismunandi forsendum.
  • gera áæltlanir fyrir fyrirtæki til l1 árs eða lengri tíma út frá fyrirfram gefnum upplýsingum.
  • bregðast við breytingum á markaði og hafa í huga við ætlanagerð afleiðingar sem geta orðið út frá breyttum forsendum/forsendu bresti á mörkuðum.
  • bregðast við ábendingum og óskum viðskiptavina fyrirtækisins og mismunandi kröfum sem gerðar eru um viðskipti og þjónustu.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera raunhæfar áætlanir fyrir fyrirtæki í matvælagreinum.
  • móta stefnu fyrirtækis til lengri tíma.
  • sinna markaðsmálum fyrirtækis er tengjast vöru og þjónustu.
  • viðhalda háu þjónustustigi í fyrirtæki sínu.
  • bregaðast við óvæntum breytingum á forsendum á markaði.
  • veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu hverju sinni.