Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1450176630.11

  Inngangur að náttúruvísindum
  INNÁ1IN05
  4
  inngangur að náttúruvísindum
  inngangur að náttúruvísindum
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúruvísindum á fjölbreyttan hátt. Í áfanganum er lögð áhersla á eðlisfræði, líffræði, efnafræði, jarðfræði, umhverfisfræði og landafræði (kortalestur). Í áfanganum er kynnt sú aðferðarfræði sem er sameiginleg náttúru- og raunvísindum. Í áfanganum verða eftirfarandi efnisþættir kynntir: eðli vísinda, helstu skref vísindalegra aðferða, SI-einingakerfið, mælinákvæmni og markverðir stafir. Nemendur kynnast grunnatriðum hverrar fræðigreinar fyrir sig og tengslum þeirra við háskólanám og atvinnulífið.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • rannsóknaraðferðum í náttúru- og raunvísindum
  • Helstu grunnatriðum líffræði, efnafræði, eðlisfræði, jarðfræði, umhverfisfræði og landafræði
  • Grunneiningakerfi, forskeyti og notkun eininga í daglegu lífi
  • Hvernig náttúruvísindi tengjast atvinnulífinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með lögmál náttúruvísinda
  • fjalla um náttúruvísindi
  • framkvæma tilraunir og skrifa skýrslur sem byggja á vísindalegum vinnubrögðum
  • búa til myndrit og töflur og nota til að draga ályktanir
  • Beita mælistærðum, einingum og markverðum tölustöfum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja mikilvægi rannsókna
  • sýna náttúru, umhverfi sínu og lifandi verum virðingu
  • tengja þekkingu sína á náttúruvísindum við umhverfi sitt og náttúru Íslands.
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • velja sér þá námsleið sem nemandi hefur áhuga á
  Notast er við fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Leiðsaganrmat/Símat