Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1451311458.91

  Útivist og lengri gönguferðir
  ÍÞRÓ1ÚF01(SB)
  142
  íþróttir
  gönguferðir á fjöll, hreyfing, útivist
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  SB
  Í áfanganum er lögð áhersla útivist og lengri gönguferðir. Stefnt er á að nemendur fari í fjórar dagsferðir (3-6 klst) eða eina tveggja daga ferð þar sem gist er eina nótt. Farið verður vel í undirbúning og praktískar leiðbeiningar fyrir lengri gönguferðir í upphafi áfangans.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gildi gönguferða sem heilsurækt
  • mikilvægi góðs undirbúnings fyrir lengri og skemmri gönguferðir
  • búnaði og pökkun í bakpoka
  • veðráttu,landafræði, jarðfræði, náttúrufari og sögu þeirra svæða sem gengið er um
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera sig kláran í lengri og skemmri gönguferðir hvað varðar útbúnað og nesti
  • lesa á göngukort geta þannig bjargað sér á merktum leiðum
  • vinna saman í hópi, vera hvetjandi og sýna tillitsemi gagnvart öðrum göngufélögum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta og ákveða hvaða búnað þarf til ferðar
  • glíma við útiveru við mismunandi veðuraðstæður
  • nota lengri gönguferðir sér til ánægju og heilsubótar
  Getur farið fram með ýmsum hætti. T.d með verkefnavinnu/skýrslugerð og frammistaða í gönguferðum metin.