Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1451383866.8

  Björgun
  BJÖR2BJ05
  2
  Björgunarmaður 1
  Menntun björgunarmannsins í hinum ýmsu aðstæðum
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Grunnnám fyrir fólk sem vill starfa í björgunarsveit. Námið samanstendur af 9 stökum námskeiðum til að afla almennrar þekkingar og skilning á starfi björgunarmannsins. Markmið áfangans er að gera einstaklinginn hæfari til þess að sinna hinum ýmsu verkefnum sem koma upp í björgunarsveit.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • starfi björgunarmannsins, lögum og reglugerðum sem björgunarmaður gengst undir
  • þeim tólum og tækjum sem björgunarmaðurinn getur nýtt sér við starf sitt
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta hættur við sjó og vötn
  • nota fjarskiptatæki
  • ferðast við mismunandi aðstæður
  • nota áttavita og staðsetningartæki
  • meta snjóflóðahættur og leitað að félaga í snjóflóði
  • beita skipulagðri leit
  • veita fyrstu hjálp í óbyggðum
  • síga í klettum, klettaklifri og ísklifri.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vita hvaða kröfur eru gerðar til björgunarmanns ...sem er metið með... vinnuframlagi hans til björgunarsveitarinnar
  • þekkja hættur sem felast í umgengni við snjó í fjöllum,sjó og vötn ...sem er metið með... verklegum æfingum
  • beita grunnatriðum í notkun fjarskiptatækja ...sem er metið með... verklegum æfingum
  • ferðast um svæðið og skipuleggja ferð m.t.t. næringar, ferðahegðunar, notkunar prímusa ...sem er metið með... verklegum og skriflegum æfingum
  • nota áttavita og staðsetningartæki til að taka stefnur og rata á milli staða ...sem er metið með... verklegum æfingum
  • geta tekið þátt í leit af týndu fólki ...sem er metið með... verklegum æfingum
  • geta brugðist rétt við aðstæðum þegar slys ber að höndum á fjöllum ...sem er metið með... verklegum æfingum
  • kunna notkun tækja við vetrarfjallamennsku s.s. mannbrodda, ísöxi, línumeðferð, sig og létt klifur og að kunna mikilvæga hnúta ...sem er metið með... verklegum æfingum
  Námsmatið er fólgið í verklegum og skriflegum æfingum og prófum í sambandi við hvern hluta fyrir sig, nemendur þurfa að taka þátt í starfi með björgunarsveit og skila tímaseðli vegna þess.