Í áfanganum er unnið með ramma skólastarfsins þar sem áherslan er á réttindi og skyldur nemenda. Þeim eru kenndar aðferðir við skipulag og til að hámarka árangur sinn í námi og starfi, efla trú á eigin getu og þroska með sér gróskuhugarfar með því að læra um starfsemi heilans og hvernig hann þróast og stækkar við nám. Nemendur fá þjálfun í hraðlestri og að beita skapandi hugsun við úrlausn verkefna sem snúa að heilsueflandi framhaldsskóla, Flensborgarhlaupinu og hópefli.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
réttindum og skyldum sínum sem nemandi
uppbyggingu námsins og námsaðferðum
starfi skólans
lestrartækni
einkennum mismunandi hugarfars og áhrifum þess á árangur
hvernig breyta má hugarfari sínu til að efla námsárangur
starfsemi heilans og hvernig hann breytist við nám
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta sér skapandi hugsun við úrlausn verkefna
nýta sér fjölbreyttar námsaðferðir og gögn
hraðlestri
vinna í samstarfi við aðra
nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit og miðlun hennar
skoða eigið hugarfar og koma auga á hvað einkennir það
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hámarka árangur sinn í námi með því að þróa með sér gróskuhugarfar
eiga jákvætt og uppbyggilegt samstarf við kennara og aðra nemendur
takast á við áskoranir í námi af jákvæðni
vera virkur og ábyrgur nemandi
bera virðingu fyrir skólastarfinu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.