Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1453384617.93

    Íslenskar Kvikmyndir
    ÍSLE3ÍK05
    139
    íslenska
    Íslenskar kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að skoða, ræða og greina íslenska menningu og samfélag allt frá eftirstríðsárunum svonefndu fram til dagsins í dag í gegnum valdar íslenskar kvikmyndir. Um leið og skoðað verður það samfélagsmynstur sem kemur fram í þeim myndum sem horft verður á greinum við þau gildi, hefðir og skoðanir sem lesa má út úr þeim. Íslensk menning er því útgangspunkturinn í því sem við vinnum í sambandi við þær myndir sem verða sýndar verða í áfanganum.
    ÍSLE2MR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarþróun íslensks samfélags og menningar frá eftirstríðarárum til dagsins í dag samkvæmt því sem hægt er að meta hana út frá þeim kvikmyndum sem sýndar eru
    • skoðunum, hefðum og gildum sem koma fram í þeim kvikmyndum sem sýndar eru í áfanganum
    • skoðunum, hefðum og gildum þeirrar samfélagssýnar sem birtast í ákveðnum kvikmyndunum sem sýndar eru í áfanganum
    • leikstjórum og helstu leikurum þeirra mynda sem sýndar eru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ritun ritgerða þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun og kemur skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og flétta saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
    • að flytja af nokkru öryggi ræður, endursagnir, lýsingar og kynningar á tileknum málefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
    • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum
    • túlka efnið þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.