Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1454322833.26

    Uppeldis- og menntunarfræði
    UPPE2UM05
    26
    uppeldisfræði
    uppeldis- og menntunarfræði - inngangur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Áhersla er lögð á að nemendur skilji mikilvægi uppeldis og menntunar og að þeir kynni sér störf sem tengjast uppeldi og menntun. Skoðaðar eru nokkrir ólíkir þættir sem hafa áhrif á líf barna, t.d. kynhlutverk, samskipti, barnateikningar, barnabækur, fjölmiðla tölvuvæðingu, leiki, leikföng og íþróttir. Lögð er áhersla á fjölbreytta námshætti og að nemendinn þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og virkri samvinnu við aðra. Nemendur eiga að þjálfast í gagnrýnu mati á ólíkum sviðum uppeldis og geti unnið úr gögnum og kynnt þau.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun greinarinnar
    • áhrifum sögunnar og frumkvöðla á uppeldishugmyndir
    • helstu mótunaraðilum
    • kenningum sem hafa áhrif á þroska og uppeldi
    • einkennum og markmiðum þeirra sem vinna við uppeldisstörf
    • mismunandi rannsóknum á áhrifum uppeldis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • túlka og meta ólíkar rannsóknir um uppeldi
    • túlka og beita einföldum kenningum í uppeldisfræði
    • greina áhrif lista og fjölmiðla á börn
    • kynna sér og inntak og starf uppeldisstofnanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs í uppeldi
    • hagnýta kenningar og heimfæra þær á raunverulegar aðstæður
    • taka þátt í gagnrýnum umræðum um uppeldismál
    • meta siðferðsisleg mál er tengjast uppeldi
    • vinna í samvinnu við aðra að semeiginlegum verkefnum
    • skoða heimildir með fjölbreyttum hætti
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.