Nemendur hljóta þjálfun í helstu grunnstöðum Hatha jóga og læra slökun og öndunaræfingar. Þeir fá fræðslu um jógaiðkun og gildi jógaæfinga fyrir líkama og sál ásamt tilsögn í að beita sér rétt. Lögð er áhersla á að nemandinn læri að hlusta á líkamann sinn.
LÍKA1HH01 (LÍL1B01)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
forsendum og áhrifum jógaæfinga á líkamann.
að reglubundin jógaiðkun er grunnur að góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
mikilvægi jógaæfinga til að styrkja og liðka líkamann.
leiðum til að nýta öndunaræfingar og slökun í daglegum athöfnum.
hvernig jógaæfingar geta bætt líkamsstöðu.
hvernig öndunaræfingar geta verið hjálplegar til að draga úr kvíða og óróleika.
hvernig slökunaræfingar geta gagnast til að draga úr streitu og þreytu.
jóga sem aðferð til heilsuræktar.
mikilvægi andlegrar og líkamlegrar vellíðunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
auka styrk og liðleika með fjölbreyttum jógastöðum (jógaæfingum).
stunda æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsvitund.
stunda þjálfun og hreyfingu sem hefur áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til heilsuræktar.
nýta sér öndunaræfingar til þess að kyrra hugann.
nýta sér slökunaræfingar til að draga úr streitu og þreytu og endurnæra líkama og sál.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í jóga sem metið er með virkni, hugarfari og mætingu nemandans.
sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf sem metið er með hegðun og framkomu nemanda.
glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða heilsurækt.
nýta sér möguleika til að flétta reglubundna jógaiðkun í daglegt líf sem metið er með dagbókarskrifum.
Ástundun og virkni er undirstaða námsmats ásamt mati á framförum. Leiðsagnarmat er markvisst notað. Einnig þurfa nemendur að skila inn verkefni tengt mismunandi jógaaðferðum og stöðum.