Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455123644.45

  Heildun, runur og raðir
  STÆR3SH05
  116
  stærðfræði
  Stærðfræðigreining, deildajöfnur, heildun, runur og raðir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Efni áfangans er heildun, runur, raðir, þrepun og deildajöfnur. Notaðar eru ýmsar aðferðir við lausnir á verkefnum og hagnýtingu þeirra í ýmsum fræðigreinum.
  STÆR3DF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Heildarreikningi, kunna ýmsar aðferðir til að leysa heildi og helstu reglur um ákveðið og óákveðið heildi
  • Hagnýtingu heildis t.d. geti reiknað út flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla
  • Undirstöðusetningu deildar- og heildunarreiknings og sönnun hennar
  • Grunnatriðum í meðferð 1. stigs deildarjafna
  • • Endanlegum og óendanlegum runum og röðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Vinna með hinar undirstöðuatriði og að beita ólíkum aðferðir í deildar- og heildarreikningi
  • Beita reglum um ákveðið og óákveðið heildi í lausn fjölbreyttra verkefna
  • Reikna rúmmál snúða
  • Leysa fyrsta stigs deildarjöfnur og vinna með þær
  • Vinna með runur og raðir og geti fundið markgildi þeirra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Setja margs konar verkefni upp með táknmáli stærðfræðinnar og leysa þau
  • Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstyðja aðferðir sínar
  • Skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum um þær við aðra
  • Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu
  • Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu
  • Beita frumkvæði, innsæi og frumleika við lausn verkefna
  Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.