Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455186900.88

  Ferðalag og bókmenntir
  ENSK3FB05
  114
  enska
  Ferðalag og bókmenntir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Aðalviðfangsefni áfangans er undirbúningur og ferð til enskumælandi lands. Lesin eru valin bókmenntaverk og fjallað um sögu, menningu og samfélag þess lands sem fyrir valinu verður og tengsl þess við Ísland.
  ENSK3HR05 18 ára aldurstakmark.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra þátta á þjóðfélagsmótun þess lands sem heimsótt verður.
  • menningu landsins, sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi.
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsniðum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja daglegt talað mál og hreim í því landi sem heimsótt verður.
  • lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til hans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu eða myndmál og stílbrögð.
  • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum.
  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni, persónuleg og almenn.
  • beita ritmáli í mismunandi tilgangi með viðeigandi stílbrigðum og málsniði.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á mismunandi málsniði og hreim í töluðu máli.
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi í bókmenntaverkum og öðrum textum.
  • beita málinu án meiri háttar vandkvæða í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni.
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu og greinargerð um landið og geta brugðist við fyrirspurnum.
  • tjá tilfinningar, nota hugarflug, vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og beita viðeigandi rithefðum við textasmíð.
  • skrifa gagnorðan, skilmerkilegan og vel uppbyggðan texta.
  Ástundun, verkefni og próf.