Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455187235.45

  Fjölmiðlar og málsaga
  ENSK3FM05
  115
  enska
  Fjölmiðlar og málsaga
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Lögð er áhersla á málsögu enskrar tungu og menningu hins enskumælandi heims. Nemendur kynna sér bókmenntir og fréttatengt efni líðandi stundar. Nemendur þjálfast í lestri mismunandi texta og fjalla um ýmis viðfangsefni í ræðu og riti.
  ENSK3HR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppruna tungumálsins og útbreiðslu sem og skyldleika þess við íslenskt mál.
  • menningu og málsniði í enskumælandi löndum.
  • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem enska er töluð.
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi.
  • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, t.d. mismunandi málsniðum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa texta sér til ánægju og fróðleiks sem gera miklar kröfur til hans, hvað varðar orðaforða, uppbyggingu, myndmál og stílbrögð.
  • tjá sig af öryggi um málefni sem lúta að umfjöllun um bókmenntaverk, flutningi þeirra og tjáningarmáta.
  • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum sem persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á.
  • tjá sig af öryggi um margvísleg málefni og taka þátt í samræðum með árangursríkum hætti.
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu og greinargerð.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli sem og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi ýmiss konar texta og bókmenntaverka.
  • leggja gagnrýnið mat á texta, túlkunarmöguleika o.fl.
  • beita málinu án meiri háttar vandkvæða í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni.
  • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild.
  Ástundun, verkefni og próf.