Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455198403.64

    Grunnatriði í líkamsþjálfun
    AÍÞR1GL02
    8
    Afreksíþróttir
    Grunnatriði í líkamsþjálfun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Unnið er með alla grunnþætti þjálfunar eins og tækni, hreyfingar, þol, styrk og liðleika. Í áfanganum er fjallað um markmiðssetningu og nemandinn setur sér þjálfunarmarkmið.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunntækni greinarinnar, hvaða tækni er mikilvæg til að ná framförum og þeim tækniatriðum sem nota þarf við iðkun greinarinnar
    • mikilvægi grunnhreyfiæfinga til að ná framförum og á þeim hreyfiæfingum sem nýta má til þess
    • grunnþoli, hvað grunnþol er mikilvægt til að ná framförum og hvaða aðferðir nota má til að æfa þol
    • styrktarþjálfun, hvað hún er mikilvæg til að ná framförum og hvaða styrktaræfingar nýta má til þess
    • liðleikaþjálfun, hvað hún er mikilvægt til að viðhalda hreyfigetu sinni og á þeim liðleikaæfingum sem nýta má til þess
    • markmiðssetningu og mikilvægi hennar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma einfaldar grunntækniæfingar, skipta þeim niður og æfa hvert atriði fyrir sig
    • nýta grunnhreyfiæfingarnar, skipta þeim niður og æfa hvern hluta fyrir sig
    • framkvæma grunnþolæfingar
    • framkvæma grunnstyrktaræfingar
    • framkvæma og nýta liðleikaæfingarsetja sér raunhæf markmið, geta skipt þeim niður og unnið með þau
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ​nýta grunnhreyfiæfingarnar, skipta þeim niður og æfa hvern hluta fyrir sig
    • geta valið hvaða grunn hreyfiæfingar hentar hverju sinni
    • kunna skil á grunnþoli og nýta það þegar við á
    • kunna skil á grunnstyrk og nýta hann þegar við á
    • kunna skil á grunnliðleika
    • setja sér markmið og geta unnið eftir þeim
    • geta valið hvaða grunntækni hentar hverju sinni og nýta þá grunntækni sem við á
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.