Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455199430.8

    Sérhæfðar æfingar og raunhæf markmið
    AÍÞR1SÆ02
    9
    Afreksíþróttir
    Sérhæfðar æfingar
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Í áfanganum er unnið með sérhæfðar æfingar þannig að árangur sjáist og einstaklingurinn verði hans var. Einnig er unnið með raunhæf ferils-, frammistöðu, útkomumarkmið.
    AÍÞR1ÞH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérhæfðum tæknihugtökum greinarinnar og á mismunandi tegundum tækniæfinga
    • sérhæfðum hugtökum sem tengjast hreyfingu og mismunandi hreyfifærni
    • sérhæfðum hugtökum þolþjálfunar s.s lofháðri þjálfun, loftfirrðri þjálfun, vöðvaþoli, hámarksþoli og á mismunandi tegundum þolæfinga
    • sérhæfðum hugtökum styktarþjálfunar s.s hreyfivinnu, kyrrstöðuvinnu, úthaldsstyrk og hámarksstyrk og mismunandi tegundum styrktaræfinga
    • mismunandi liðleikaþjálfun s.s virkri, óvirkri, spennu-og teygjuaðferðinni og liðleikaæfingum
    • að skipta markmiðunum niður í ferils-, frammistöðu-, og útkomumarkmið og mikilvægi þess að skrifa markmiðin niður
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota tækniæfingar markvisst
    • nota hreyfifærni markvisst
    • nota þolæfingar markvisst
    • nota styrktaræfingar markvisst
    • nota liðleikaþjálfun markvisst
    • skipta markmiðunum niður og vinna með eitt í einu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita tækni á árangusríkan hátt og geta byggt upp og sett saman ýmsar tækniæfingar
    • beita hreyfifærni á árangusríkan hátt og geta byggt upp og sett saman ýmsar hreyfiæfingar
    • beita þolæfingum á árangusríkan hátt og geta byggt upp og sett saman ýmsar þolæfingar
    • beita styrktaræfingum rétt þannig að þær efli árangur og geta byggt ofan á æfingarnar og sett fjölbreyttar æfingar saman
    • byggja upp og setja saman ýmsar liðleikaæfingar
    • meta hvort markmiðin séu raunhæf
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.